Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna 2021. Annars vegar fyrir tónlist sína við stórmyndina Jókerinn og hins vegar verkið „Bathroom dance“ úr sömu mynd.
Tilnefningar voru kynntar í dag.
Hildur er tilnefnd fyrir bestu tónlist í sjónrænum miðlum, en sá flokkur nær yfir kvikmyndir, sjónvarpsþætti og tölvuleiki. Auk þess er hún tilnefnd fyrir útsetningu á áðurnefndu lagi.
Auk Hildar er Sinfóníuhljómsveit Íslands tilnefnd Grammy-verðlauna fyrir hljómdisk sinn, Concurrence, í flokknum besti hljómsveitarflutningur (e. best orchestral performance).
Síðasta vetur sópaði Hildur til sín hverjum verðlaununum á fætur öðrum fyrir tónlistina í Jókernum og sjónvarpsþáttunum Chernobyl.
Hildur hefur hlotið Óskarsverðlaun, Golden Globe-verðlaun og BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í Joker og einnig Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl.