Karl Bretaprins og Kamilla loka fyrir athugasemdir

Kamilla hertogaynja og Karl Bretaprins.
Kamilla hertogaynja og Karl Bretaprins. AFP

Karl Bretaprins og Kamilla hertogaynja hafa látið loka fyrir athugasemdir við færslur sínar á Twitter. Hjónin halda úti aðgöngum á öllum helstu samfélagsmiðlum og hafa þeim borist ljótar athugasemdir á öllum miðlum síðustu vikurnar. 

Athugasemdirnar koma í kjölfar þáttanna The Crown á Netflix en þar eru þau, og þá sérstaklega Karl, ekki sýnd í jákvæðu ljósi. 

Auðvelt er að stýra því hverjir geta svarað tístum á Twitter, en hægt er að breyta stillingunum þannig að aðeins þeir sem maður fylgir á miðlinum geti svarað tístunum. Karl og Kamilla hafa nú nýtt sér þann möguleika. 

Sagt var frá því vikunni að Karli og Kamillu hefði borist fjöldi ljótra athugasemda við færslu þeirra á Instagram. Þau hafa þó ekki nýtt sér stillingarnar á Instagram sem loka fyrir athugasemdir þar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur sannfært svo til hvern sem er um næstum hvað sem er í dag þú ert svo sannfærandi. Vinur þinn skiptir um skoðun og þú veist ekki hvað þú átt að gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup