Leikkonan Megan Fox hefur loksins sótt formlega um skilnað frá eiginmanni sínum, leikaranum Brian Austin Green. Hjónin hafa verið gift í tíu ár og eiga saman þrjú börn. Þetta er í annað sinn sem þau ákveða að skilja en Fox sótti einnig um skilnað árið 2015.
Í haust bárust fréttir af sambandsslitum Fox og Greens. Þau virðast ætla að klára skilnaðinn að þessu sinni og hafa átt í opinberum illdeilum. Fox er einnig komin með kærasta og mætti með hann á rauða dregilinn á dögunum.
Hin 34 ára gamla leikkona sótti um skilnað í Los Angeles á miðvikudaginn að því er fram kemur á vef E. Einnig kemur fram að Fox tilgreindi ósættanlegan ágreining sem ástæðu skilnaðarins. Hún krefst sameiginlegs forræðis barna þeirra.