Kelly Clarkson hefur ekki viljað láta mikið uppi um ástæðu skilnaðarins sem hún gengur í gegnum. Hún segist vilja vernda börnin. Hún hefur þó látið í ljós ýmislegt sem varpar ljósi á orsakir skilnaðarins.
Í myndbroti úr spjallþætti hennar segist hún hafa lært mikið um sjálfa sig árið 2020. „Jafnvel á þessum aldri, 38 ára, líður mér eins og ég sé stöðugt að breytast og þróast á jákvæðan hátt. Ég vil alltaf vera viss um að ég sé besta útgáfan af sjálfri mér. Ég held að mamma hafi haft rétt fyrir sér um að maður eigi að vera með fólki sem vill einnig vera besta útgáfan af sjálfu sér og allir vinni saman að því markmiði hver fyrir annan.“
Fjölmiðlar ytra hafa túlkað þessi orð sem mögulega ástæðu fyrir skilnaðinum – að hvorugur aðili hafi gert sitt besta til að láta hjónabandið ganga.
„Það að læra að fólk geti brugðist manni er mjög gagnleg lexía. Það þýðir ekki endilega að þetta sé slæmt fólk heldur bara að það sé á annarri vegferð en þú. Og það er allt í lagi. Allir læra á mismunandi hraða og tíma. Ég lærði þá lexíu.“