Allir lestrar Laxness aðgengilegir almenningi

Allir lestrar Halldórs Laxness verða gerðir aðgengilegir almenningi á morgun.
Allir lestrar Halldórs Laxness verða gerðir aðgengilegir almenningi á morgun. mbl.is/Ól.K.M.

Í tilefni af 90 ára afmæli Ríkisútvarpsins verða allir lestrar Halldórs Laxness sem til eru í safni RÚV gerðir aðgengilegir almenningi. Frá og með þriðjudeginum 1. desember verður hlaðborð af efni frá Halldóri í spilaranum á RÚV.is.

Einnig verður hægt að nálgast lestrana í öllum helstu hlaðvarpsveitum undir nafninu Halldór Laxness og RÚV. Lestrarnir eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.

Af sama tilefni verður nýr þáttur, Dyravörður hjá víðvarpinu, gerður aðgengilegur í spilaranum á RÚV.is og í hlaðvarpi. Þátturinn verður einnig á dagskrá Rásar 1 annan dag jóla klukkan 9.05. Þátturinn fjallar um samskipti Halldórs og Ríkisútvarpsins. Halldór Guðmundsson er umsjónarmaður þáttarins. Halldór Laxness starfaði á Ríkisútvarpinu sem ungur maður og átti í margháttuðum samskiptum við stofnunina. Grein Halldórs Guðmundssonar sama efnis verður birt á menningarvef RÚV 1. desember.

„Ríkisútvarpið spurði hvort við værum til í að hugsa þetta mál og við vorum ansi fljótar, við Sigríður systir mín, að færa þetta Ríkisútvarpinu og þjóðinni,“ segir Guðný Halldórsdóttir. „Ríkisútvarpið er búið að geyma þetta vel og fara vel með þetta efni og okkur þótti það bara höfðinglegt að gefa þjóðinni þetta heldur en að tína upp einhverja þúsundkalla fyrir lesturinn hans.“ 

„Það er afar viðeigandi að fagna þessum tímamótum í sögu Ríkisútvarpsins með því að veita aðgang að þessum dýrgripum úr safni okkar og rifja um leið upp samskipti Halldórs Laxness við Ríkisútvarpið þar sem greinilega gekk á ýmsu. Ég vil sérstaklega þakka systrunum Guðnýju og Sigríði og öðrum afkomendum skáldsins þeirra hlýhug í garð Ríkisútvarpsins og þjóðarinnar allrar sem nú fær að njóta upplestra hans með þessum hætti,“ Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir