Warner Bros. streymir öllum myndum árið 2021

Gal Gadot á heimsfrumsýningu Wonder Women árið 2017. Gadot leikur …
Gal Gadot á heimsfrumsýningu Wonder Women árið 2017. Gadot leikur einnig í Wonder Woman 1984 sem frumsýnd samtímis í bíó og í gegnum streymi. AFP

Kvikmyndaverið Warner Bros. ætlar að frumsýna allar sínar myndir fyrir árið 2021 samtímis í gegnum streymi hjá HBO Max og í kvikmyndahúsum.

Á meðal þeirra eru The Matrix 4 og endurgerðin Dune í leikstjórn Denis Villeneuve.

Þetta var ákveðið til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Loka hefur þurft kvikmyndahúsum víða um Bandaríkin vegna veirunnar og fyrir vikið hefur hrikt í stoðum Hollywood. „Við erum uppi á fordæmalausum tímum sem krefjast skapandi lausna,“ sagði Ann Sarnoff, yfirmaður Warner Bros.

Húsnæði Warner Bros. í Hollywood í Kaliforníu.
Húsnæði Warner Bros. í Hollywood í Kaliforníu. AFP

„Enginn vill kvikmyndir eins fljótt aftur á hvíta tjaldið og við,“ bætti hún við og sagði að ná þurfi jafnvægi því starfsemi flestra kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum verði líkast til skert allt næsta ár. Warner hafði áður greint frá því að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd á jóladag samtímis í gegnum streymi og í bíó.

Að minnsta kosti sautján myndir frá Warner Bros. verða frumsýndar samtímis á næsta ári. Á meðal þeirra eru einnig forsaga Sopranos, The Many Saints of Newark, og framhald ofurhetjumyndarinnar The Suicide Squad.

Frumsýning The Matrix 4 er fyrirhuguð í desember á næsta ári. Dune var spáð mikilli velgengni á hvíta tjaldinu á þessu ári og átti að frumsýna hana í nóvember. Tvívegis þurfti að fresta henni vegna kórónuveirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson