Netflix neitar að veita fyrirvara um skáldskap

Olivia Colman fer með hlutverk Elísabetar Englandsdrottningar í þriðju og …
Olivia Colman fer með hlutverk Elísabetar Englandsdrottningar í þriðju og fjórðu seríu af The Crown. Skjáskot/Netflix

Streymisveitan Netflix segist ekki ætla að verða við óskum menningarmálaráðherra Bretlands um að vara áhorfendur The Crown við því að sum atriði eigi sér ekki skírskotun í raunveruleikann. 

Oliver Dowden, téður menningarmálaráðherrra, segir að sérstaklega yngri áhorfendur þessara geysivinsælu þátta um bresku konungsfjölskylduna geti „ruglast á því sem er alvöru og því sem er uppdiktað,“ eins og haft er eftir honum í frétt BBC.

Í þáttunum er rakin ævi Elísabetar Englandsdrottningar og saga hennar sögð í sögulegu samhengi við breska pólitík og samfélagsástand hvers tíma. Dowden segir að þeir sem ekki lifðu þá tíma sem gerð eru skil í þáttunum muni án efa ekki skilja hvað gerðist og hvað ekki, ólíkt þeim sem eldri eru.

Kongungsfjölskyldan ekki sátt

Fjórða og nýjasta þáttaröðin, sem kom út á dögunum, hefur vakið mikla athygli en ekki síst reiði meðal sumra. Fremst í þeim flokki er viðfangsefni þáttanna, konungsfjölskyldan sjálf, sem hefur áhyggjur af því að fólk taki öllu í þáttunum sem heilögum sannleik. Er þá sérstaklega átt við efni nýjustu þáttaraðarinnar, en þar er Díana prinsessa heitin kynnt til sögunnar. 

Fyrrum fjölmiðlafulltrúi Buckingham-hallar segir framleiðendur þáttanna „teygja merkingu hugtaksins skáldaleyfi á öfgafullan hátt“.

„Þeim tókst illa til við að segja frá Karli Bretaprinsi og í raun Díönu líka.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup