Framhjáhald Law hrikalega erfitt

Sienna Miller og Jude Law.
Sienna Miller og Jude Law. REUTERS

Breska leikkonan Sienna Miller opnaði sig um framhjáhald Judes Laws í viðtali sem birtist um helgina á vef Daily Beast. Miller og Law trúlofuðu sig árið 2004 en sumarið eftir komst upp um að Law hefði haldið framhjá Miller með barnfóstru barna sinna. 

Sumarið sem upp komst um skandalinn var Miller að leika í leikriti í London. Hún segir götuljósmyndara hafa fylgt sér hvert sem hún fór og vegna þess að hún var á sviði á hverju kvöldi vissu þeir alltaf hvar hún var. 

„Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum og ég vona að ég þurfi aldrei að upplifa aftur. Svona opinber ástarsorg, að þurfa að fara fram úr á morgnana og hvað þá að þurfa að standa fyrir framan 800 manns á hverju kvöldi, það er bara það síðasta sem þú vilt gera,“ sagði Miller.

„Það er sex vikna tímabil af þessari upplifun sem ég man ekki eftir. Ég á engar minningar. Ég man ekki eftir að hafa hitt fólk og borðað með því kvöldmat. Ég var í svo miklu áfalli,“ sagði Miller sem var 23 ára. Hún heldur því fram að hún komist í gegnum allt fyrst hún komst í gegnum þetta áfall.

Nokkrum árum seinna var News of the World sektað fyrir að hlera síma hennar.

Sienna Miller árið 2019.
Sienna Miller árið 2019. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir