Hótelerfinginn Paris Hilton fær ekki nóg af kærasta sínum, Carter Reum. Parið fagnaði nýlega eins árs sambandsafmæli. Hin 39 ára gamla Hilton sem hefur ekki verið nógu heppin í ástum hingað til segir að síðastliðið ár hafi verið eins og draumur.
Hilton segir þau Reum fagna sambandsafmæli í hverjum einasta mánuði og trúir ekki að þau hafi aðeins verið saman í eitt ár.
„Ég hef aldrei í lífinu verið jafnnáin annarri manneskju. Og það er af því að þú ert sá fyrsti sem braut niður múra sem ég byggði utan um hjarta mitt og opnaðir upp hjarta mitt á þann hátt sem ég hélt að væri ekki hægt,“ sagði Hilton á Instagram.
Hilton sagði einnig að ekkert í lífi sínu hefði verið eins rétt og fullkomið. Hilton segir þau sérsniðin hvort fyrir annað. Hún segist einnig ekki vilja eyða lífinu með öðrum og lýsir honum sem sálufélaga.