Stígur fram og biðst afsökunar

Olivia Jade Giannulli steig fram í þættinum Red Table Talk …
Olivia Jade Giannulli steig fram í þættinum Red Table Talk og baðst afsökunar á háskólasvindlsmálinu. Ljósmynd/Facebook

Olivia Jade Giannulli, dóttir leikkonunnar Lori Loughlin og hönnuðarins Mossimos Giannullis, baðst í gær afsökunar á þætti sínum í háskólasvindlsmálinu. Þótt Olivia hafi ekki með beinum hætti skipulagt svindlið þá naut hún góðs af því og komst inn í háskólann í Suður-Kaliforníu vegna þess.

Olivia hefur ekki stigið fram áður og ekki tjáð sig um málið. Foreldrar hennar voru dæmdir fyrir málið og sitja nú bæði inni vegna þess. 

Í viðtalinu, sem hún óskaði eftir við Jödu Pinkett Smith í þætti hennar Red Table Talk, sagðist hún ekki hafa skilið fullkomlega hvað var í gangi þegar hún var að sækja um pláss í skólanum. Hún hafi ekki gert sér grein fyrir að um svindl væri að ræða þótt hún hafi verið beðin að gera ýmislegt undarlegt. 

Loughlin og Giannulli greiddu háa fjárhæð til að svindla henni inn í skólann með aðstoð Ricks Singers, sem var höfuðpaur svindlsins. Þá var látið þannig líta út að hún og systir hennar Bella væru afrekskonur í róðri og komust þær inn í skólann á þeim forsendum.

Lori Loughlin og Mossimo Giannulli sitja bæði í fangelsi um …
Lori Loughlin og Mossimo Giannulli sitja bæði í fangelsi um þessar mundir. Gert er ráð fyrir að Louglin losni skömmu fyrir áramót en Giannulli mun sitja inni þar til á vormánuðum 2021. Hún hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm en hann fimm mánaða. AFP

Olivia viðurkennir að hún njóti mikilla forréttinda vegna stöðu foreldra sinna svokallaðra „hvítra forréttinda“. 

„Stór hluti af því að njóta forréttinda er að þú áttar því ekki á því að þú njótir forréttinda. Þannig að þegar þetta var í gangi, þá leið mér ekki eins og þetta væri rangt. Ég hugsaði ekki að þetta væri ekki sanngjarnt og að annað fólk fengi þetta ekki,“ sagði Olivia í viðtalinu. 

Hún segir að þegar málið hafi fyrst komið upp og þegar foreldrar hennar fyrst handteknir hafi hún ekki skilið af hverju allir væru reiðir. Það væri ekkert að þessu. Þegar tíminn leið hafi hún svo gert sér grein fyrir að þetta væri ekki réttlætanlegt. 

Í upphafi viðtalsins gerði móðir Pinkett-Smith, Adrienne Banfield-Norris, grein fyrir því að hún hefði ekki viljað leyfa henni að koma í viðtalið. Pinkett-Smith, móðir hennar og dóttir, Willow Smith, stýra Red Table Talk en allar eru þær dökkar á hörund. Banfield-Norris sagði að Olivia hefði óskað eftir því að koma í þáttinn en sér hefði ekki fundist rétt að gefa henni, hvítri efnaðri stúlku, pláss í þættinum. Pinkett-Smith vildi hins vegar gefa henni færi á að biðjast afsökunar og segja frá sinni hlið. 

Olivia sagði að málið hefði opnað augu sín fyrir forréttindum sem hvítt og ríkt fólk nýtur í samfélaginu. 

Hún sagði að það væri erfitt að vita af foreldrum sínum báðum í fangelsi. Hún hefur ekki haft færi á að vera í sambandi við þau, meðal annars vegna kórónuveirunnar, því engar heimsóknir eru leyfðar í fangelsið. 

New York Times

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir