Tónlistarkonan Taylor Swift kynnti nú fyrir stuttu að á miðnætti gæfi hún út sína aðra plötu á árinu. Hún segir plötuna vera systurplötu plötunnar Folklore sem hún gaf út í júlí síðastliðinn en nýja platan ber titilinn Evermore.
Folklore sló í gegn stuttu eftir útgáfu og var hún tilnefnd til sex Grammy verðlauna. Lögin á Evermore voru tekin upp á svipuðum tíma og Folklore platan.
„Ég hef aldrei gert svona áður. Ég hef alltaf litið svo á að plötur endurspegli ákveðinn tíma í lífi mínu og fært mig yfir í að skipuleggja aðra hluti strax eftir að ég gef út plötu. Það var eitthvað öðruvísi með Folklore. Þegar ég gerði hana þá leið mér minna eins og ég væri að fara heldur frekar eins og ég væri að koma. Ég elska flótta tilfinninguna sem ég fann í þessum ímynduðu og raunverulegu sögum,“ sagði Swift um plötuna.
Á Evermore verða lög með tónlistarmanninum Bon Iver en hann söng einnig með henni á Folklore. Tónlistarmaðurinn Aaron Dessner og rokktríóið Haim koma einnig að plötunni.
I’m elated to tell you that my 9th studio album, and folklore’s sister record, will be out tonight at midnight eastern. It’s called evermore.
— Taylor Swift (@taylorswift13) December 10, 2020
📷: Beth Garrabrant pic.twitter.com/xdej7AzJRW