John le Carré látinn

John Le Carré.
John Le Carré. AFP

Breski spennusagnahöfundurinn John le Carré lést í dag, 89 ára að aldri. Le Carré var þekktastur fyrir njósnasögur sem gerðust í kalda stríðinu, þar á meðal bókina Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum.

Johnny Geller, forstjóri útgáfufélagsins The Curtis Brown Group, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem sagði að le Carré, sem hét réttu nafni David Cornwell, hefði látist eftir stutt veikindi.  Banameinið var lungnabólga en tekið var fram að ekki hefði verið um kórónuveirusýkingu að ræða. 

Geller sagði í yfirlýsingunni, að le Carré hefði verið óumdeildur risi í heimi enskra bókmennta, hann hefði skilgreint tímabil kalda stríðsins og óttalaus sagt sannleikann um valdhafa. 

Höfundarferill le Carrés spannaði sex áratugi og alls sendi hann frá sér 25 skáldsögur og eina sjálfsævisögu. Síðasta bók hans var Agent Running in the Field sem kom út undir lok síðasta árs. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir voru gerðar eftir mörgum bóka hans. Einna mesta athygli vöktu sjónvarpsþættir þar sem leikarinn Alec Guinness lék njósnarann George Smiley en þættirnir voru gerðir eftir bókunum Tinker Tailor Soldier Spy og Smiley´s People.  Kvikmynd var gerð eftir fyrrnefndu bókinni árið 2011 og var Gary Oldman tilefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í hlutverki Smiley. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir