Saka Shia LaBeouf um ofbeldi

Shia LaBeouf.
Shia LaBeouf. AFP

Tón­list­ar­kon­an FKA Twigs kærði leik­ar­ann Shia LaBeouf á dög­un­um fyr­ir kyn­ferðis­legt, lík­am­legt og and­legt of­beldi. Stjörn­urn­ar áttu í ástar­sam­bandi á ár­un­um 2018 og 2019. Eft­ir að kæra FKA Twigs komst í frétt­ir steig tón­list­ar­kon­an Sia fram á twitter og sagði leik­ar­ann hafa farið illa með sig. 

„Shia LaBeouf meiðir kon­ur,“ seg­ir í kær­unni sem Variety hef­ur und­ir hönd­um. „Hann not­ar þær, hann mis­not­ar þær, bæði lík­am­lega og and­lega. Hann er hættu­leg­ur.“

Söngkonan FKA Twigs.
Söng­kon­an FKA Twigs. AFP

Í twitter­færslu seg­ir Sia að LaBeouf hafi líka sært sig and­lega og leik­ar­inn sé með lyga­sýki. Tón­list­ar­kon­an seg­ir að hann hafi logið að henni, sagt henni að hann væri ein­hleyp­ur, með það að mark­miði að halda fram hjá með henni. Hún út­skýrði fram­hjá­haldið ekki frek­ar. 

„Ég trúi að hann sé mjög veik­ur og hef samúð með hon­um OG fórn­ar­lömb­um hans,“ tísti Sia. 

Tónlistarkonan Sia
Tón­list­ar­kon­an Sia
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir