Annað æðiskast Cruise og fimm hættir

Frá tökustað.
Frá tökustað. AFP

Hollywood­stjarn­an Tom Cruise missti aftur stjórn á skapi sínu á setti í gær. Leikarinn er við tökur á myndinni Mission: Impossible. Hann hafði áður misst stjórn á skapi sínu og öskrað á starfsmenn á setti í Bretlandi. 

Í fyrra reiðikastinu sakaði Cruise þá um að brjóta sóttvarnareglur. Sagðist hann hafa séð starfsmenn virða fjarlægðamörk að vettugi auk þess að bera ekki grímu.  Í kjölfarið hótaði hann að reka alla þá sem ekki myndu fara eftir reglum.

Fimm láta af störfum

Frá því að fyrra atvikið kom upp hefur leikarinn lítið róast en hann hefur lagt mikið á sig til að láta myndina verða að veruleika. Nú síðast hélt hann áfram að hóta starfsmönnum brottrekstri. Spennuþrungið andrúmsloft hefur verið á setti, en nú hafa fimm starfsmenn gefist upp og látið af störfum. 

Fyrra reiðiskast leikarans er til á myndbandi, en The Sun birti það í gær. Þar heyrist Tom Cruise m.a. segja: „Ég er í sím­an­um öll kvöld við öll and­skot­ans kvik­mynda­ver­in, trygg­inga­fé­lög, fram­leiðend­ur og all­ir horfa til okk­ar og nota okk­ur til að gera kvik­mynd­ir. Við erum að skapa þúsund­ir starfa, hálf­vit­arn­ir ykk­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka