Hollywoodstjarnan Tom Cruise missti aftur stjórn á skapi sínu á setti í gær. Leikarinn er við tökur á myndinni Mission: Impossible. Hann hafði áður misst stjórn á skapi sínu og öskrað á starfsmenn á setti í Bretlandi.
Í fyrra reiðikastinu sakaði Cruise þá um að brjóta sóttvarnareglur. Sagðist hann hafa séð starfsmenn virða fjarlægðamörk að vettugi auk þess að bera ekki grímu. Í kjölfarið hótaði hann að reka alla þá sem ekki myndu fara eftir reglum.
Frá því að fyrra atvikið kom upp hefur leikarinn lítið róast en hann hefur lagt mikið á sig til að láta myndina verða að veruleika. Nú síðast hélt hann áfram að hóta starfsmönnum brottrekstri. Spennuþrungið andrúmsloft hefur verið á setti, en nú hafa fimm starfsmenn gefist upp og látið af störfum.
Fyrra reiðiskast leikarans er til á myndbandi, en The Sun birti það í gær. Þar heyrist Tom Cruise m.a. segja: „Ég er í símanum öll kvöld við öll andskotans kvikmyndaverin, tryggingafélög, framleiðendur og allir horfa til okkar og nota okkur til að gera kvikmyndir. Við erum að skapa þúsundir starfa, hálfvitarnir ykkar.“