Breski leikarinn Jeremy Bulloch lést í gærkvöldi, en hann er þekktastur fyrir að hafa leikið mannaveiðarann Boba Fett í Stjörnustríðsmyndunum „The Empire Strikes Back“ og „Return of the Jedi“. Bulloch, sem var 75 ára gamall, hafði verið heilsuveill undanfarin ár, en hann var meðal annars með parkinsonveiki.
Mark Hamill, sem lék Loga geimgengil, minntist Bullochs með hlýju á twittersíðu sinni. Sagði Hamill Bulloch hafa verið yndislegan félagsskap og ljúfan gagnvart öllum sem voru nógu heppnir til þess að hitta hann. Lýsti Hamill jafnframt yfir þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum.
Jeremy Bulloch was the quintessential English gentleman. A fine actor, delightful company & so kind to everyone lucky enough to meet or work with him. I will deeply miss him & am so grateful to have known him. 💔 #RIP_DearJeremy pic.twitter.com/SMvjtQsSwZ
— Mark Hamill (@HamillHimself) December 17, 2020