Boba Fett látinn

Karakterinn Boba Fett hefur reynst vinsæll meðal aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna, en …
Karakterinn Boba Fett hefur reynst vinsæll meðal aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna, en leikarinn sem fyrst glæddi hann lífi lést í gær. AFP

Breski leikarinn Jeremy Bulloch lést í gærkvöldi, en hann er þekktastur fyrir að hafa leikið mannaveiðarann Boba Fett í Stjörnustríðsmyndunum „The Empire Strikes Back“ og „Return of the Jedi“. Bulloch, sem var 75 ára gamall, hafði verið heilsuveill undanfarin ár, en hann var meðal annars með parkinsonveiki. 

Mark Hamill, sem lék Loga geimgengil, minntist Bullochs með hlýju á twittersíðu sinni. Sagði Hamill Bulloch hafa verið yndislegan félagsskap og ljúfan gagnvart öllum sem voru nógu heppnir til þess að hitta hann. Lýsti Hamill jafnframt yfir þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir