Cruise á vingott við 20 árum yngri mótleikkonu

Tom Cruise.
Tom Cruise. AFP

Hollywoodstjarnan Tom Cruise er sagður vera að hitta mótleikkonu sína, bresku leikkonuna Hayley Atwell. Cruise og Atwell eru nú í tökum á nýjustu Missi­on: Impossi­ble-myndinni. Skapbrestir Cruise í tökum hafa ratað í fjölmiðla en einkalífið virðist þó leika við hann. 

Hinn 58 ára gamli leikari er 20 árum eldri en Atwell. Parið hefur sést saman haldast í hendur bæði í London og Róm en þar hafa tökur farið fram. 

„Tom og Hayley náðu vel saman á fyrsta degi,“ segir heimildarmaður The Sun um samband leikaranna. „Útgöngubann og allt vesenið sem kom með því færði þau nær hvort öðru og eru þau nokkurn veginn óaðskiljanleg. Þau hafa hist eftir vinnu og hún farið í íbúð hans í London. Þeim kemur afskaplega vel saman og eru bæði mjög hamingjusöm.“

Cruise er góður í að halda einkalífi fyrir sínu fyrir sig og hefur ekki átt í opinberu sambandi síðan hann skildi við Katie Holmes. Hann á eitt barn með Holmes og tvö með Nicole Kidman. Atwell hætti með fyrirsætunni Evan Jones árið 2015 eftir tveggja ára samband. Hún átti síðast í sambandi við breskan lækni en er sögð hafa hætt með honum fyrr á þessu ári. 

View this post on Instagram

A post shared by Hayley Atwell (@wellhayley)

Hayley Atwell árið 2012.
Hayley Atwell árið 2012. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka