Segir Cruise hafa sýnt sitt rétta andlit

Tom Cruise helti sér yfir starfsfólk sitt í síðustu viku.
Tom Cruise helti sér yfir starfsfólk sitt í síðustu viku. AFP

Leik­kon­an Leah Remini, sem eitt sinn var í Vísindakirkjunni með leikaranum Tom Cruise, telur nýjustu æðisköst hans hafa verið uppgerð. Remini segir Cruise þekktan fyrir ofbeldisfulla hegðun en í síðustu viku hafi tilgangurinn verið að komast í fjölmiðla. 

Í æðisköstum sem Cruise tók í síðustu viku öskraði hann á starfsfólk á tökustað nýjustu myndarinnar af Mission:Impossible fyrir að brjóta sóttvarnareglur. Cruise sagðist þræla sér út svo allt gengi upp í faraldrinum og fólk missti ekki í vinnuna í Hollywood. 

King of Queens-leikkonan Remini sagði í grein The Underground Bunker að Cruise væri alveg sama um fjölskyldulíf starfsfólks síns. Hann tryði ekki á fjölskyldugildi. 

„Ég veðja að Tom lét skrifa þetta fyrir sig og lét aðstoðarmann frá Vísindakirkjunni taka upp og gefa út. Að heyra ríkan leikara með gífurleg völd tala við starfsfólk sitt á þennan hátt er merki um veikleika og manneskju sem á mjög erfitt,“ sagði Remini sem hefur ekki legið á skoðunum sínum um Vísindakirkjuna síðan hún hætti árið 2013. 

Remini segir óeðlilegt að Cruise telji að það sé ekki hægt að búa til kvikmyndir í Hollywood án þess að hann komi þar að. Hún segir hann hafa ranghugmyndir um sjálfan sig með hjálp Vísindakirkjunnar. Sannleikurinn sé að allir í Hollywood fari eftir sérstökum reglum vegna kórónuveirufaraldursins og það hafi ekkert með Tom Cruise að gera.

Þrátt fyrir að halda því fram að ræður Cruise hafi verið skrifaðar fyrir hann segir Remini að skapofsaköst hans í síðustu viku sýni hver hann er í raun og veru. 

„Hann er ofbeldisfull manneskja. Ég hef orðið vitni að því. Ég hef fundið lítillega fyrir því og fyrrverandi kærasta hans, vinnufélagar og vinir hans hafa sagt mér svipaðar sögur,“ sagði Remini. „Þetta er hinn sanni Tom.“

Leah Remini er hér á milli þeirra Vanessa Hudgens og …
Leah Remini er hér á milli þeirra Vanessa Hudgens og Jennifer Lopez. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka