Vill verða sá kynþokkafyllsti aftur

George Clooney hefur tvisvar verið valinn kynþokkafyllsti maður í heimi.
George Clooney hefur tvisvar verið valinn kynþokkafyllsti maður í heimi. AFP

Hollywoodleikarinn George Clooney þykir einn myndarlegasti maður í heimi. Clooney sem fagnar sextugsafmæli á næsta ári hefur tvisvar verið valinn sá kynþokkafyllsti í heimi og gaf í skyn í útvarpsviðtali á dögunum að hann væri til í að hreppa titilinn aftur. 

Á hverju ári velur tímaritið People karlmann sem hlýtur nafnbótina kynþokkafyllsti maður á lífi. Clooney vann árin 1997 og 2006. 

„Hvort er betra; kynþokkafyllsti maður í heimi eða tvenn óskarsverðlaun?“ var Clooney spurður. 

„Ég meina, ég held að þú vitir það,“ svaraði Clooney. „Ég er að reyna fá þriðju núna, enginn hefur unnið þrisvar.“

Leikarinn grínaðist einnig með að hann hefði hjálpað öðrum mönnum að fá titilinn og nefndi að Brad Pitt hefði tvisvar verið valinn sá kynþokkafyllsti. Leikarinn Michael B. Jordan hlaut titilinn í ár og sagðist Clooney ætla athuga hvort hann vildi þiggja hjálp við að endurtaka leikinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar