Verkefnið Fávitar kveður

Sólborg Guðbrandsdóttir.
Sólborg Guðbrandsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkefnið Fávitar sem Sólborg Guðbrandsdóttir setti af stað árið 2016 hefur kvatt í bili. Um er að ræða samfélagsmiðlaátak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi sem hefur verið áberandi á síðustu árum. 

Verkefnið er með tæplega 33.000 fylgjendur á miðlinum Instagram. 

Instagramreikningur Fávita verður áfram opinn með þeim upplýsingum sem þar eru. 

„Ég trúi því innilega að stundum þurfi maður að búa yfir því hugrekki að loka einum dyrum til að aðrar geti opnast. Ég hef gefið mig alla (og meira en það) í þetta verkefni síðastliðin fimm ár og nú finn ég það að mig langar að beina athygli minni og orku á annað í mínu lífi og ljúka þessu verkefni,“ skrifaði Sólborg undir síðustu færslu Fávita, en Sólborg gaf í ár út fræðslubók undir sama nafni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup