Fortíð frú Baldwin afhjúpuð

Alec Baldwin og Hilaria Baldwin.
Alec Baldwin og Hilaria Baldwin. AFP

Hilaria Baldwin, jógakennari og eiginkona leikarans Alecs Baldwins, hefur verið á milli tannanna á fólki að undaförnu. Baldwin er sögð hafa breytt nafni sínu og sökuð um að greina rangt frá uppruna sínum. 

Baldwin hafði áður greint frá því að hún hefði fæðst á spænsku eyjunni Mallorca en síðan flutt til Bandaríkjanna. Hún talar stundum með spænskum hreim. Í viðtali við Halo! árið 2016 er Hilaria sögð passa að börnin hennar læri móðurmálið spænsku. Á vef Page Six er einnig rifjað upp þegar hún mætti í sjónvarpsviðtal þar sem hún sagðist ekki muna orðið agúrka á ensku. 

Fólk sem þekkir til segir hana heita Hillary Hayoword-Thomas en nú gengur hún undir nafninu Hilaria. Hún er einnig sögð vera venjuleg hvít stúlka frá Cambridge í Boston. Fleiri staðfesta þetta og segja að hreimurinn sem hún er með í dag sé nýr. 

Baldwin svaraði fyrir sig á Instagram. „Ég fæddist í Boston og varði tíma með fjölskyldu minni í Massachusetts og á Spáni þegar ég ólst upp. Fjölskylda mín og systkini búa á Spáni og ég valdi að búa hér, í Bandaríkjunum. Við fögnum báðum menningarheimum á heimili mínu,“ sagði Baldwin en börn hennar og Alecs Baldwins læra ensku og spænsku jöfnum höndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar