Lögð inn á spítala á aðfangadagskvöld

Jessie J var greind með Meniere-sjúkdóminn.
Jessie J var greind með Meniere-sjúkdóminn. AFP

Tónlistarkonan Jessie J átti heldur óvenjuleg jól þetta árið, en þó ekki vegna kórónuveirunnar heldur vegna þess að hún var lögð inn á spítala á aðfangadagskvöld og greind með Menerie-sjúkdóm eða völundarsvima. 

Tónlistarkonan greindi frá veikindum sínum en hún segist hafa vaknað með slæma heyrn á öðru eyra á aðfangadagsmorgun og fundist hún vera orðin heyrnarlaus öðrum megin. Þá átti hún erfitt með að ganga og fann fyrir svima. Hún leitaði á spítala þar sem hún var greind með sjúkdóminn. 

„Ég veit að fullt af fólki þjáist af þessum sjúkdómi og margir hafa sett sig í samband við mig og gefið mér góð ráð, svo ég hef bara haldið mig til hlés í þögninni. Í dag er fyrsta skiptið sem ég hef getað sungið og þolað það. Ég saknaði þess svo mikið, og að vera í kringum fólk. Þetta gæti verið mun verra, það er það sem það er. Ég er mjög þakklát fyrir heilsu mína. Ég varð bara smá hrædd. Á spítalanum á aðfangadag hugsaði ég bara: „Hvað er í gangi?“ En ég er glöð að þau fundu fljótlega hvað var að mér og gáfu mér réttu lyfin svo mér líður betur í dag,“ skrifaði Jessie J á Instagram.

View this post on Instagram

A post shared by Jessie J (@jessiej)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson