Lögð inn á spítala á aðfangadagskvöld

Jessie J var greind með Meniere-sjúkdóminn.
Jessie J var greind með Meniere-sjúkdóminn. AFP

Tónlistarkonan Jessie J átti heldur óvenjuleg jól þetta árið, en þó ekki vegna kórónuveirunnar heldur vegna þess að hún var lögð inn á spítala á aðfangadagskvöld og greind með Menerie-sjúkdóm eða völundarsvima. 

Tónlistarkonan greindi frá veikindum sínum en hún segist hafa vaknað með slæma heyrn á öðru eyra á aðfangadagsmorgun og fundist hún vera orðin heyrnarlaus öðrum megin. Þá átti hún erfitt með að ganga og fann fyrir svima. Hún leitaði á spítala þar sem hún var greind með sjúkdóminn. 

„Ég veit að fullt af fólki þjáist af þessum sjúkdómi og margir hafa sett sig í samband við mig og gefið mér góð ráð, svo ég hef bara haldið mig til hlés í þögninni. Í dag er fyrsta skiptið sem ég hef getað sungið og þolað það. Ég saknaði þess svo mikið, og að vera í kringum fólk. Þetta gæti verið mun verra, það er það sem það er. Ég er mjög þakklát fyrir heilsu mína. Ég varð bara smá hrædd. Á spítalanum á aðfangadag hugsaði ég bara: „Hvað er í gangi?“ En ég er glöð að þau fundu fljótlega hvað var að mér og gáfu mér réttu lyfin svo mér líður betur í dag,“ skrifaði Jessie J á Instagram.

View this post on Instagram

A post shared by Jessie J (@jessiej)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir