Eyddi jólunum í fangelsi en er nú laus

Lori Loughlin er laus úr fangelsinu.
Lori Loughlin er laus úr fangelsinu. AFP

Leikkonan Lori Loughlin losnaði úr fangelsi í gær eftir tveggja mánaða afplánun. Dætur hennar, Olivia Jade og Bella, tóku á móti móður sinni en þær höfðu varið jólahátíðinni án foreldra sinna. 

Loughlin var dæmd í tveggja mánaða fangelsi fyrir aðkomu sína að háskólasvindlsmálinu en hún og eiginmaður hennar greiddu háa fjárupphæð til þess að greiða leið dætra sinna að betri háskóla. Eiginmaður Loughlin, Giannulli Mossimo, situr enn inni í fangelsi en hann hlaut 5 mánaða dóm. 

„Hún hefur enn áhyggjur af Mossimo samt, og getur ekki beðið eftir að fá hann heim,“ sagði heimildarmaður People um málið. Hann bætti við að Louglin stefndi að því að eyða áramótunum með dætrum sínum. 

Loughlin er ekki laus allra mála þó hún sé búin að afplána fangelsisvistina því nú tekur við samfélagsvinna en hún þarf að inna af hendi 100 klukkustundir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir