Larry King á sjúkrahús með kórónuveiruna

Larry King árið 2017.
Larry King árið 2017. AFP

Fjölmiðlamaðurinn gamalkunni Larry King hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Los Angeles í Kaliforníu með kórónuveiruna. Heimildamenn hafa sagt bæði ABC News og CNN, fyrrverandi vinnuveitanda Kings, að hann hafi verið á sjúkrahúsi í um viku, að því er fram kemur í frétt BBC.

Larry King er 87 ára gamall og hefur verið einn þekktasti sjónvarps- og útvarpsmaður heims í áratugi. Þekktastur er hann fyrir viðtalsþætti sína Larry King Live á CNN þar sem hann fékk til sín góða og þekkta gesti; stjórnmálamenn, poppstjörnur, íþróttafólk og aðrar stórstjörnur úr amerísku þjóðlífi.

Á efri árum hefur King svo glímt við ýmsa kvilla, þar á meðal hefur hann fengið hjartaáfall, lungnakrabbamein og sykursýki. Heimildamenn sögðu CNN að „Larry hefur glímt við svo mörg heilsufarsvandamál í gegnum tíðina og hann mun berjast gegn þessu vandamáli eins vel og hann hefur áður gert. Hann er sigurvegari“.

King ræðir við hjónin Ozzy og Sharon Osbourne.
King ræðir við hjónin Ozzy og Sharon Osbourne. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir