Söngvari „You´ll Never Walk Alone“ látinn

Gerry Marsden heldur á MBE-orðunni sem hann hlaut árið 2013.
Gerry Marsden heldur á MBE-orðunni sem hann hlaut árið 2013. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur vottað Gerry Marsden virðingu sína eftir að söngvarinn lést, 78 ára að aldri.

Marsden er þekktastur fyrir að hafa sungið lagið „You´ll Never Walk Alone“ með hljómsveitinni Gerry and the Pacemakers, sem er sungið á hverjum heimaleik Liverpool. Hann fæddist í Liverpool og sló í gegn á sjöunda áratugnum með útgáfu hljómsveitarinnar af lagi Rodgers and Hammerstein, „You´ll Never Walk Alone“, sem var fyrst flutt í söngleiknum Carousel.

Marsden tók lagið upp á nýjan leik í apríl 2020 af virðingarvotti við bresku heilbrigðisþjónustuna í miðjum kórónuveirufaraldri.

Stuðningsmenn Liverpool syngja
Stuðningsmenn Liverpool syngja "You'll Never Walk Alone". AFP

Hann samdi einnig lagið Ferry Cross the Mersey sem varð vinsælt á sjöunda áratugnum á sama tíma og Bítlarnir höfðu þegar breytt Liverpool í heitustu borgina í poppinu.

„Með mikilli sorg í hjarta fréttum við að andláti Gerry Marsden, sagði Liverpool á Twitter-síðu sinni. „Orð Gerry munu lifa að eilífu á meðal okkar. You´ll Never Walk Alone.“



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir