Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur vottað Gerry Marsden virðingu sína eftir að söngvarinn lést, 78 ára að aldri.
Marsden er þekktastur fyrir að hafa sungið lagið „You´ll Never Walk Alone“ með hljómsveitinni Gerry and the Pacemakers, sem er sungið á hverjum heimaleik Liverpool. Hann fæddist í Liverpool og sló í gegn á sjöunda áratugnum með útgáfu hljómsveitarinnar af lagi Rodgers and Hammerstein, „You´ll Never Walk Alone“, sem var fyrst flutt í söngleiknum Carousel.
Marsden tók lagið upp á nýjan leik í apríl 2020 af virðingarvotti við bresku heilbrigðisþjónustuna í miðjum kórónuveirufaraldri.
Hann samdi einnig lagið Ferry Cross the Mersey sem varð vinsælt á sjöunda áratugnum á sama tíma og Bítlarnir höfðu þegar breytt Liverpool í heitustu borgina í poppinu.
„Með mikilli sorg í hjarta fréttum við að andláti Gerry Marsden, sagði Liverpool á Twitter-síðu sinni. „Orð Gerry munu lifa að eilífu á meðal okkar. You´ll Never Walk Alone.“
It is with such great sadness that we hear of Gerry Marsden’s passing.
— Liverpool FC (@LFC) January 3, 2021
Gerry’s words will live on forever with us. You’ll Never Walk Alone ❤️ pic.twitter.com/5W4yspmLRV
Gerry’s voice accompanied our biggest nights. His anthem bonded players, staff and fans around the world, helping create something truly special ❤️
— Liverpool FC (@LFC) January 3, 2021
You’ll Never Walk Alone ❤️ pic.twitter.com/KE0tjClfqL