Bond-stúlka látin 65 ára að aldri

Tanya Roberts í A View to Kill með Roger Moore.
Tanya Roberts í A View to Kill með Roger Moore. Ljósmynd/Imdb

Leikkonan Tanya Roberts er látin aðeins 65 ára að aldri. Leikkonan er meðal annars þekkt fyrir hlutverk í Bond-myndinni A View to Kill þar sem hún lék Stacey Sutton á móti Roger Moore. 

Roberts fór út að ganga með hundana sína á aðfangadagskvöld en þegar hún kom heim hneig hún niður að því er fram kemur á vef TMZ. Hún var flutt á spítala þar sem hún var í öndunarvél að sögn talsmanns hennar. Hún jafnaði sig aldrei og lést á sunnudaginn. Roberts var ekki með kórónuveiruna. 

Bond-myndin A View to Kill með Roberts og Moore kom út árið 1985. Roberts lék einnig í síðustu þáttaröðinni af Charlie's Angels árið 1980 og lék Midge Pinicotti í That '70s Show. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen