Ólafur Jóhann efstur eftir jólabókaflóðið

Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var mestselda bók í verslunum …
Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var mestselda bók í verslunum Pennans-Eymundssonar árið 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bókin Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var mest selda bók í verslunum Pennans-Eymundssonar á árinu 2020. Vetrarmein eftir Ragnar Jónasson er í öðru sæti metsölulistans en athygli vekur að Þagnarmúr Arnalds Indriðasonar komst bara í þriðja sæti þetta árið. 

Bækur Arnalds hafa í gegnum árin oftast vermt toppsætið en ekki í þetta skiptið. Gata mæðranna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur er í fjórða sæti og Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur er í því fimmta. 

Aukinn áhugi Íslendinga á að ferðast innanlands síðastliðið sumar setti mark sitt á listann en Vegahandbókin 2020 var í 7. sæti.

  1. Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson
  2. Vetrarmein - Ragnar Jónasson
  3. Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason
  4. Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir
  5. Bráðin - Yrsa Sigurðarsdóttir
  6. Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir
  7. Vegahandbókin 2020 - Steindór Steindórsson og fleiri
  8. Þess vegna sofum við - Matthew Walker
  9. Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson
  10. Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar