Ólafur Jóhann efstur eftir jólabókaflóðið

Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var mestselda bók í verslunum …
Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var mestselda bók í verslunum Pennans-Eymundssonar árið 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bókin Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var mest selda bók í verslunum Pennans-Eymundssonar á árinu 2020. Vetrarmein eftir Ragnar Jónasson er í öðru sæti metsölulistans en athygli vekur að Þagnarmúr Arnalds Indriðasonar komst bara í þriðja sæti þetta árið. 

Bækur Arnalds hafa í gegnum árin oftast vermt toppsætið en ekki í þetta skiptið. Gata mæðranna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur er í fjórða sæti og Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur er í því fimmta. 

Aukinn áhugi Íslendinga á að ferðast innanlands síðastliðið sumar setti mark sitt á listann en Vegahandbókin 2020 var í 7. sæti.

  1. Snerting - Ólafur Jóhann Ólafsson
  2. Vetrarmein - Ragnar Jónasson
  3. Þagnarmúr - Arnaldur Indriðason
  4. Gata mæðranna - Kristín Marja Baldursdóttir
  5. Bráðin - Yrsa Sigurðarsdóttir
  6. Dýralíf - Auður Ava Ólafsdóttir
  7. Vegahandbókin 2020 - Steindór Steindórsson og fleiri
  8. Þess vegna sofum við - Matthew Walker
  9. Fjarvera þín er myrkur - Jón Kalman Stefánsson
  10. Spænska veikin - Gunnar Þór Bjarnason
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir