Harry Styles og Olivia Wilde nýtt par

Harry Styles og Olivia Wilde sáust haldast í hendur.
Harry Styles og Olivia Wilde sáust haldast í hendur. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Harry Styles og leikkonan Olivia Wilde eru nýjasta parið í Hollywood. Parið sást haldast í hendur þegar það mætti saman í brúðkaup um síðustu helgi. Wilde leikstýrði Styles í kvikmyndinni Don't Worry Darling síðastliðið haust. 

„Þau voru saman í Montecito í Kaliforníu um helgina vegna brúðkaupsins,“ sagði heimildarmaður People. „Þau voru mjög ástúðleg á meðal vina, héldust í hendur og virtust mjög hamingjusöm. Þau hafa verið að hittast í nokkrar vikur.“

Tíu ár eru á milli stjarnanna en Wilde er 36 ára en Styles 26 ára. Á myndum af nýja parinu mátti sjá Wilde í litríkum síðkjól en Styles í jakkafötum. Þau voru bæði með svarta grímu. Þau voru seinna mynduð í Los Angeles með farangur. 

Wilde og leikarinn Jason Sudeikis hættu saman í fyrra eftir níu ára samband en saman eiga þau tvö börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup