„Mikið af heimsóknum sem hreyfðu við manni“

Margrét Eir í sveiflu.
Margrét Eir í sveiflu.

Margrét Eir tók íslenska útgáfu af laginu „Never Enough“ úr kvikmyndinni the Greatest Showman á Jólagestum Björgvins sem sló heldur betur í gegn. Í viðtali við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars viðurkennir Margrét að lagið taki heldur betur á og útskýrir einnig fyrir þeim hvað varð til þess að hún ákvað að útsetja þetta lag.

Margrét segir tónleikana í raun ekki hafa verið neina tilraun enda hafi þeir heppnast svo svakalega vel.

„Þetta var frábært og eiginlega engin tilraun þetta var bara allt tilbúið,“ segir hún og hlær.

Söng ekki mikið á árinu

Árið 2020 var einkennilegt fyrir flest alla listamenn enda lítið sem ekkert um neina viðburði að ræða.

„Já þetta var vægast sagt mjög sérstakt ég get ekki sagt að ég hafi sungið mikið á árinu, það er að segja ekki svona fyrir aðra nema bara alveg í desember og í gegnum netið. Eða jú ég var líka ein af þeim sem var í listagjöfinni og það var mjög skemmtilegt að koma heim til fólks og gleðja það með listagjöf,“ segir Margrét.

Hún segir að hún hafi upplifað sig eins og í bíómynd í gjörningnum.

„Ég fékk alveg svona fíling eins og ég væri komin í bíómyndina og ég væri svona „singing telegraph.“ Það stoppuðu allir og sérstaklega núna um jólin þá var fjölskyldan svona saman alveg að bíða eftir að við kæmum. Það var til dæmis ein dóttirin sem hafði pantað listagjöfina fyrir mömmu sína sem vissi ekki neitt þannig að þau færðu sig öll fjögur eða fimm inn í stofu og sátu bara með tárin í augunum. Þetta var mikið af heimsóknum sem hreyfðu við manni,“ segir hún.

Lagið sem komst ekki að

Margrét viðurkennir að lagið „Never enoug“ sem í íslenskri þýðingu fékk nafnið Himintungl taki mikið á sönginn en segir það þó allt í lagi.

„Ég elska þessa mynd og heillaðist mikið af tónlistinni bara strax, en svo var vinkona mín hún Erna Hrönn að gifta sig í hitt í fyrra og ég átti sem sagt að vera „surprise“ atriði fyrir manninn hennar í veislunni og syngja þetta lag. En svo varð aldrei af þessu, það var svo mikið af skemmti atriðum að ég komst ekki að,“ segir hún og hlær.

„Ég náttúrulega vissi ekkert hvað ég ætti að gera af því að ég átti bara að vera „surprise“ atriði. En þannig endurvaknaði þetta lag og ég er svo mikil „musical theater“ stelpa, ég er algjört nörd í þessu þannig að ég bað Jökul, manninn minn að gera texta við þetta og þetta endaði svona rosalega fínt finnst mér allavegana, það er allavegana gott að syngja hann,“ segir hún.

Viðtalið við Margréti Eir má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir