Við þekkjum öll íslenska skammdegið

Inga Björk Ingadóttir tónlistarkona.
Inga Björk Ingadóttir tónlistarkona. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarkonan Inga Björk Ingadóttir gaf út lagið Skammdegi í byrjun árs. Í vetur lauk Inga Björk upptökum á væntanlegri breiðskífu sinni, Blæ & stillu, sem kemur út á vínylplötu bráðlega.

„Skammdegi fjallar um íslenska skammdegið sem við þekkjum öll. Þetta alltumlykjandi og oft ógnvekjandi þykka og djúpa myrkur, sem við þurfum samt að mæta og takast á við. Ytra sem innra. Og um hlýjuna og alúðina sem við finnum hjá hvert öðru,“ segir Inga Björk um lagið Skammdegi.

Inga Björk er tónlistarkona úr Hafnarfirðinum. Hún er tónskáld, lýruleikari og söngkona og hefur komið víða við í tónlistarsköpun og tónleikahaldi, hér heima og erlendis. Auk þess að sinna eigin tónlistarsköpun er Inga Björk músíkmeðferðarfræðingur og eigandi Hljómu, þar sem hún sinnir músíkmeðferð og tónlistarsérkennslu.

Fyrsta sólóplata Ingu Bjarkar, Rómur, kom út árið 2018. Sumarið 2020 gaf hún út tvær EP plötur - Samastað og Straumur, ásamt nokkrum myndböndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir