Eyddu jólunum saman þrátt fyrir erfiðleika

Kim Kardashian West og Kanye West eyddu jólunum saman.
Kim Kardashian West og Kanye West eyddu jólunum saman. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West og eiginmaður hennar Kanye West eyddu jólunum saman með börnum sínum fjórum þrátt fyrir mikla erfiðleika í hjónabandinu. Í gær var greint frá því að Kardashian West væri að undirbúa skilnað við eiginmann sinn og að þau hefðu verið í hjónabandsráðgjöf. 

Greint var frá því að þau hefðu ekki búið saman svo mánuðum skipti og byggju að mestu leyti hvort í sínu lagi. Þó komu erfiðleikarnir í hjónabandinu ekki í veg fyrir að þau gæfu hvort öðru rándýrar jólagjafir. 

Samkvæmt heimildum TMZ gaf West eiginkonu sinni fimm nýja 2021 Maybach-jeppa. Kardashian West gaf honum hins vegar nokkur listaverk eftir listamanninn James Turell.

Í gær, miðvikudag, náðust myndir af Kardashian West á leið í heimsókn til ömmu sinnar í Los Angeles og glöggir aðdáendur tóku eftir því að hún var enn með minni giftingarhringinn sinn á baugfingri vinstri handar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal