Platan Vögguvísur með söngkonunni Hafdísi Huld er mest selda plata ársinsin 2020 en hún seldist í 3.939 eintaka samkvæmt mælingu Félags Hljómplötuframleiðanda. Næst mestselda plata ársins ver Kveðja, Bríet eftir sögnkonuna Bríeti.
Listinn nær til seldra vínyl platna og geisladiska og þá er streymi einnig umreiknað í seld eintök. Hvert lag af 10 laga breiðskífu þarf að ná 100 streymum, eða öll 10 lögin samtals 1.000 streymum, til að jafngilda einu seldu eintaki af breiðskífu.
Í tilviki geisladiska og vínyl platna er um að ræða smásölu í þeim verslunum sem taka þátt, en eins og áður vantar inn nær alla sölu sem á sér stað utan verslana, svo sem sölu á tónleikum eða beint frá listamanninum. Slók sala getur verið veruleg í mörgum tilvikum.