Leikkonan Marion Ramsey er látin 73 ára að aldri. Ramsey var hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk í kvikmyndunum Police Academy.
Umboðsmaður hennar hjá Roger Paul Inc sagði við BBC að hún hafi látist á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum á fimmtudagsmorgun.
Umboðsmaðurinn sagði að Ramsey hefði nýlega veikst en greindi ekki frá veikindum hennar nánar.
Ramsey var dáð og dýrkuð af aðdáendum Police Academy þar sem hún túlkaði lögreglukonuna Laverne Hooks.