Helgi Björns aftur á skjáinn

Helgi Björnsson heldur áfram að ylja þjóðinni á laugardagskvöldum fram …
Helgi Björnsson heldur áfram að ylja þjóðinni á laugardagskvöldum fram að páskum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er komin Helgi, tónlistar- og skemmtiþáttur Helga Björnssonar, Reiðmanna vindanna og gesta, snýr aftur í Sjónvarp Símans laugardaginn 23. janúar næstkomandi.

„Við myndum aldrei halda inn í nýtt ár án þess að bjóða hinn eina sanna Helga Björns velkominn aftur,“ segir Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps Símans. Tíu þættir eru fyrirhugaðir í þessari lotu, fram að páskum.

Pálmi lofar að skemmtilegt og bjart verði yfir Sjónvarpi Símans Premium á nýja árinu. Stærsta íslenska þáttaröðin verður Systrabönd í leikstjórn Silju Hauksdóttur með Ilmi Kristjánsdóttur, Lilju Nótt Þórarinsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur í aðalhlutverkum, en hún verður tekin til sýningar um páskana.

Ilmur Kristjánsdóttir leikur eitt af aðalhlutverkunum í nýju þáttunum, Systraböndum.
Ilmur Kristjánsdóttir leikur eitt af aðalhlutverkunum í nýju þáttunum, Systraböndum. Eggert Jóhannesson


Mikið verður lagt upp úr íslenskri þáttagerð á árinu; nýjum andlitum mun bregða fyrir og gamlir vinir snúa aftur á skjáinn. Hver drap Friðrik Dór? er til dæmis ný og spennandi þáttaröð, þá má nefna Með Loga, Vináttu, Aldrei ein, að ekki sé talað um hina vinsælu gamanþætti Venjulegt fólk, en fjórða sería verður sýnd í haust.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar