Sögusagnir eru á kreiki um að breski tónlistarmaðurinn Harry Styles hafi verið ástæðan fyrir því að Olivia Wilde sleit trúlofun sinni og Jasons Sudeikis.
Styles og Wilde eru nýjasta parið í Hollywood um þessar mundir. Sögum ber þó ekki saman um hvort Wilde hafi hætt með Sudeikis fyrir ári eða hvort það hafi bara skeð í nóvember sem leið.
„Olivia sleit trúlofunnini í nóvember en ekki fyrr en þau Harry voru orðin náin. Hvort sem Harry veit það eða ekki, þá var hann ástæðan fyrir sambandsslitunum og það kom Jason algjörlega í opna skjöldu, hann dýrkar Oliviu og er miður sín. Fjölskyldan er fremst í forgangsröðinni hjá honum,“ sagði heimildamaður Us Weekly um málið.
„Þau slitu trúlofuninni snemma á síðasta ári eins og kom fyrst fram. Harry var ekki ástæðan fyrir sambandsslitum þeirra,“ sagði annar heimildamaður.
Styles og Wilde unnu saman að kvikmyndinni Don't Worry Darling síðasta haust.