Keypti hús handa nýju kærustunni

Trevor Noah
Trevor Noah AFP

Spjallþáttastjórnandinn Trevor Noah fjárfesti á dögunum í 27,5 milljóna bandaríkjadala húsi í Los Angeles í Bandaríkjunum. Noah er sagður vera fluttur inn með nýju kærustunni, Minku Kelly, en þau hafa verið saman síðan um mitt ár 2020.

„Þau eru farin að skipuleggja framtíðina saman. Þau hafa eytt tíma á báðum ströndum síðastliðið árið og hafa verið að leita sér að húsi saman í Los Angeles,“ sagði heimildamaður People um málið. 

Húsið sem parið keypti í borg englanna er enginn kofi heldur rúmlega þúsund fermetra höll með sex svefnherbergum og tólf baðherbergjum. Það er á þremur hæðum með líkamsrækt, gufubaði, vínherbergi, heimabíói, bókasafni og háklassaeldhúsi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar