Rapparinn Dr Dre hefur verið útskrifaður af spítala eftir að hafa verið lagður inn vegna slagæðargúlps í heila.
Hinn 55 ára gamli rappari dvelur nú á heimili sínu en lögmaður hans greindi ekki nánar frá heilsu hans að svo stöddu.
Dr Dre var lagður inn á Cedars-Sinai-spítalann í Los Angeles 5. janúar síðastliðinn. Daginn eftir sendi hann aðdáendum sínum kveðju á instagram þar sem hann þakkaði fyrir batakveðjurnar.