Höfundurinn Peter Morgan er fluttur inn með nýju kærustunni sinni Jemimu Khan. Morgan var giftur leikkonunni Gillian Anderson en þau tilkynntu sambandsslit sín í desember.
Samkvæmt heimildum The Sun er Anderson hissa á því hversu hratt samband Morgans og Khan þróaðist.
Einnig kemur fram í frétt The Sun að Morgan og Khan hafi aðeins verið í sambandi í tvær vikur áður en þau fluttu inn saman. „Tvær vikur saman er ekki langur tími, sérstaklega þar sem hann var í sambandi í fjögur ár. Þess vegna finnst Gillian þetta mjög fyndið,“ sagði heimildamaður The Sun.
Sambandsslit Morgans og Anderson höfðu legið í loftinu um nokkurt skeið en gengu þó nokkuð hratt fyrir sig í desember.