Körfuboltamaðurinn fyrrverandi Dwyane Wade fagnaði 39 ára afmæli sínu á sunnudag. Í tilefni dagsins birti Wade mynd af sér allsnöktum með eiginkonu sinni Gabrielle Union sem stóð fyrir framan hann í slopp.
Myndin sló ekki í gegn hjá börnum Wades, Zaire og Zayu, sem eru nýbyrjuð að nota Instagram sjálf. „Þetta var ekki það fyrsta sem mig langaði til að sjá í dag,“ skrifaði Zaire og bætti við ælandi broskalli.
„Verið róleg, ég var bara að koma hingað,“ skrifaði Zaya sem er nýorðin 13 ára og hefur því aldur til að vera á Instagram.