Netflix kynnir nýja mynd Baltasars

Baltasar Kormákur framleiðir nýja mynd á Netflix.
Baltasar Kormákur framleiðir nýja mynd á Netflix. mbl.is/Kristinn Magnússon

Netflix kynnti í morgun nýja mynd streymisveitunnar sem var meðal annars tekin upp á Íslandi. Myndin Against the Ice fjallar um leiðangur tveggja danskra ævintýramanna til Grænlands árið 1909. Ferðin reynist hin mesta hættuför þar sem mennirnir berjast við hungur, miskunnarlausa veðráttu og ísbirni.

Baltasar Kormákur framleiðir myndina og leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, betur þekkt sem Heida Reed, leikur hlutverk í myndinni. Aðalleikarar myndarinnar eru Nikolaj Coster-Waldau, sem þekktastur er sem Jaime Lannister úr Game of Thrones, og Joe Cole, sem er betur þekktur fyrir hlutverk sitt í Peaky Blinders. Leikararnir voru myndaðir í útivistarfötum frá 66°Norður með Esjuna í baksýn fyrir kynningarmyndina en þeir dvöldu báðir hér á landi á síðasta ári við tökur á myndinni.

„Það var mikill heiður þegar David Kosse bað um um að koma að Againt The Ice og taka að mér hlutverk aðalframleiðanda. Hin sanna saga Mikkelsens og Ivarsens heillaði mig um leið,“ sagði Baltasar á vef Deadline.

„Against The Ice hefur verið ástríðuverkefni hjá mér frá upphafi. Það sameinar margt sem mér finnst spennandi, ævintýri, Grænland, góðan félagsskap, tryggð og ást. Þetta er spennandi leiðangur tveggja manna sem festast í ótrúlega hættulegum aðstæðum,“Coster-Waldau.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Þó itthvað gangi á afturfótunum hjá þér í dag þá má reikna með að svo verði ekki á morgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Elly Griffiths
4
Ragnar Jónasson
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Þó itthvað gangi á afturfótunum hjá þér í dag þá má reikna með að svo verði ekki á morgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Elly Griffiths
4
Ragnar Jónasson
5
Moa Herngren