Peaky Blinders lýkur eftir 6. seríu

Aðeins verða gerðar sex seríur af Peaky Blinders.
Aðeins verða gerðar sex seríur af Peaky Blinders.

Sjötta serían af þáttunum Peaky Blinders verður sú síðasta sem gerð verður af þáttunum að sögn höfunda þáttanna Steven Knight. Framleiðsla á þáttunum er hafin á ný eftir að hafa stöðvast vegna kórónu veirunnar. 

Knight sagði að þættirnir myndu snúa aftur með hvelli og lofaði að sjötta og síðasta serían yrði rosaleg. Knight gaf einnig til kynna að sagan myndi halda áfram í öðru formi. 

Áður hafði Knight gefið út að sjö seríur yrðu gerðar af Peaky Blinders og kemur því tilkynning hans mörgum á óvart. 

Knight hefur ekki gefið skýringar á því af hverju hann ákvað að stytta þættina um eina seríu en hann hefur áður greint frá því að fólk hafi komið að máli við sig um að koma sögu Shelby fjölskyldunnar á hvíta tjaldið. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney