Bachelorette-stjörnurnar Clare Crawley og Dale Moss hafa slitið trúlofun sinni. Parið hafði aðeins verið trúlofað í nokkra mánuði. Þau kynntust í raunveruleikaþáttunum Bachelorette og settu allt í uppnám þegar þau trúlofuðu sig eftir aðeins tvær vikur.
„Mig langaði að deila því með ykkur öllum að við Clare höfum ákveðið að fara hvort í sína áttina. Við kunnum að meta ástina og stuðninginn sem við höfum fengið frá svö mörgum, en þetta er heilbrigðasta ákvörðunin fyrir okkur bæði á þessum tímapunkti,“ skrifaði Moss í færslu á Instagram.
Crawley og Moss trúlofuðu sig í haust og eyddu þakkargjörðarhátíðinni og jólunum saman. Þau heimsóttu einnig fjölskyldur sínar saman.