„Nú getur mjóa svarta stelpu, komna af þrælum, dreymt um að vera forseti“

Bandaríska ljóðskáldið Amanda Gorman las ljóð á 59. innsetningu Bandaríkjaforseta.
Bandaríska ljóðskáldið Amanda Gorman las ljóð á 59. innsetningu Bandaríkjaforseta. mbl.s/AFP

Amanda Gorman, unga ljóðskáldið sem hreif heimsbyggðina á innsetningarathöfn Joes Bidens Bandaríkjaforseta í gær, segir að með orðum sínum hafi hún viljað lýsa nýjum kafla í sögu Bandaríkjanna; með fágun og fallegum orðum. 

Gorman sem er einungis 22 ára fór með ljóðið sitt The Hill We Climb. Í ljóðinu lýsir hún því hvernig ljósið hefur áhrif á myrkrið. 

„Það má alltaf finna ljósið í myrkrinu, ef við erum nógu hugrökk til að sjá það, ef við erum nógu hugrökk til að vera það,“ segir hún. 

Í ljóðinu bendir hún á - að hún er grönn ung svört kona, komin af þrælum og alin upp af einstæðri móður og hana geti nú dreymt um að vera forseti Bandaríkjanna. 

Þekktir einstaklingar á borð við Oprah Winfrey, Michelle Obama og Hillary Clinton hylltu unga ljóðskáldið eftir innsetninguna og benti Clinton á að hún gæti ekki beðið eftir árinu 2036 þegar Gorman myndi sjálf bjóða sig fram sem forseta eins og hún hefur lofað. 

Gorman sem fædd er í Los Angeles árið 1998 fékk það verkefni í lífinu að kljást við málhömlun, líkt og ljóðskáldið Maya Angleou gerði á sínum tíma. Gorman segir að þegar barn þurfi að hafa fyrir því að tala, þá vilji það vanda það hvað er sagt og hvernig orðin eru borin fram. Það sé grunnurinn að öllu því sem hún geri í dag; með orðum. Enda séu ljóð eitt sterkasta vopnið í því að breyta samfélaginu. 

Gorman var fyrst til að hljóta National Youth Poet Laureate árið 2017 og fetar nú í fótspor þeirra Maya Angelou og Roberts Frosts. 

Oprah gaf Gorman gullhring fyrir innsetninguna, Cagebird-hring sem er eins og lítið fuglabúr sem átti að minna hana á Angelou sem skrifaði bókina I Know why the Caged Bird Sings, sem fjallar um hvernig sterkur persónuleiki og ást á orðum getur hjálpað við að komast yfir kynþáttafordóma og áföll. 

BBC

View this post on Instagram

A post shared by Oprah (@oprah)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar