Donald Trump lét af störfum sem forseti Bandaríkjanna á miðvikudaginn. Samskipti hans og eiginkonu hans, Melaniu Trump, hafa ekki síður verið á milli tannanna á fólki en stjórnmálaskoðanir hans enda oft og tíðum vandræðaleg. Hér eru nokkur eftirminnileg atvik rifjuð upp.
Donald Trump var nýtekinn við forsetaembættinu árið 2017 þegar árleg páskaeggjaleit fór fram. Eiginkona hans þurfti að hnippa í hann og minna hann á að leggja lófann á brjóst sér þegar þjóðsöngurinn var spilaður.
Vorið 2019 fóru Trump-hjónin í opinbera heimsókn til Ísraels. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan teygði Donald Trump sig til Melaniu en forsetafrúin var ekki á þeim buxunum að láta leiða sig svo hún sló til hans.
Haustið 2019 kynnti Melania eiginmann sinn til leiks í Maryland. Forsetinn þakkaði henni kynninguna með því að taka í höndina á henni og ýta henni ákveðið út af sviðinu.
The US First Lady introduces her husband on stage at an event at Joint Base Andrews. He thanks her with a handshake. pic.twitter.com/fPQNoMpnWa
— Caitriona Perry (@CaitrionaPerry) September 15, 2017