Tónlistarkonan Adele og barnsfaðir hennar, Simon Knocki, hafa loksins komist að samkomulagi um skilnað sinn. Hjónin tilkynntu um skilnað fyrir tæpum tveimur og nú eru hjónin á síðustu metrunum. Búið er að afhenda gögnin en dómari hefur ekki enn skrifað undir formlega skilnaðarpappíra.
Hjónin afhentu pappíra með skilnaðarsamkomulagi sínu fyrir nokkrum dögum að því fram kemur á vef People. Það þýðir að þau ættu að vera búin að komast að samkomulagi um alla anga skilnaðarins. Þegar Adele sótti um skilnað kom fram að þau ætluðu að fara í sáttamiðlun til þess að finna út úr skiptingu eigna og greiðslum á framfærslufé.
Hjónin byrjuðu saman árið 2011 og eignuðust son ári síðar. Þau gengu í hjónaband árið 2016 en tilkynntu óvænt í apríl 2019 að þau væru skilin að borði og sæng.