Fjölmiðlamaðurinn Larry King er látinn, 87 ára að aldri. Hann lést af völdum Covid-19, en hann var fyrir áramót lagður inn á sjúkrahús með kórónuveiruna. Greint er frá þessu á twittersíðu Kings.
King á að baki 63 ára feril í fjölmiðlaheiminum og var einn þekktasti sjónvarps- og útvarpsmaður heims í áratugi. Þekktastur var hann fyrir viðtalsþætti sína Larry King Live á CNN þar sem hann fékk til sín góða og þekkta gesti; stjórnmálamenn, poppstjörnur, íþróttafólk og aðrar stórstjörnur úr amerísku þjóðlífi.
Á efri árum glímdi King svo við ýmsa kvilla, þar á meðal hafði hann fengið hjartaáfall, lungnakrabbamein og sykursýki.
— Larry King (@kingsthings) January 23, 2021