Vill verða lögráðamaður bróður síns

Erika Jayne og Tom Girardi.
Erika Jayne og Tom Girardi. Skjáskot/Instagram

Robert Girardi, bróðir lögmannsins Toms Girardis, hefur sótt um að gerast lögráðamaður bróður síns. Robert segir bróður sinn ekki geta séð fyrir sjálfum sér eða sinnt þörfum sínum. Þá segir Robert að hann hafi ekki lengur getu til að ráða yfir fjármálum sínum. 

Tom stendur nú í skilnaði við eiginkonu sína Eriku Jayne en þau hafa verið gift í yfir 20 ár. Auk þess er búið að fyrsta allar eignir hans og hann grunaður um að hafa dregið sér tryggingafé í máli fjölskyldna fórnarlamba sem fórust í flugslysi árið 2018.

Tom er 81 árs gamall og er sagður glíma við minnisglöp. „Skammtímaminni hans er mjög slæmt, bæði hvað varðar upplýsingar og skoðanir, hann man oft ekki hvaða dagur er, hvað klukkan er eða hvar hann er staddur,“ segir í umsókn bróður hans um að fá að gerast lögráðamaður hans. Þar er einnig bent á að húshjálpin hans til 25 ára sé hætt þar sem hann geti ekki lengur borgað henni. 

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney