Tónlistarmaðurinn Phil Collins er loksins búinn að selja hús sitt í Miami í Bandaríkjunum. Collins hafði áður höfðað mál gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, Orianne Cevey, sem bjó ásamt nýjum eiginmanni sínum í húsinu.
Nú hafa þau Collins og Cevey hins vegar komist að samkomulagi um húsið og það er selt.
Collins og Cevey hafa átt í stormasömu sambandi í gegnum árin. Þau skildu árið 2008 en tóku aftur saman fjórum árum eftir skilnaðinn. Þau hættu svo aftur saman á síðasta ári og Cevey er nú þegar gengin í það heilaga með öðrum manni, Thomas Bates.
Cevey hélt hins vegar áfram að búa í húsi Collins eftir sambandsslitin og var Collins ekki ánægður með það. Þau tókust á í fjölmiðlum síðastliðið haust þar sem hún sakaði hann um mikinn óþrifnað en hann tók fyrir þær ásakanir.
Húsið sem um ræðir var sett á sölu í desember og seldist það nú í janúar.