Þættir byggðir á bókunum um galdrastrákinn Harry Potter eru á frumstigi hjá framleiðslufyrirtækinu HBO Max. Samkvæmt heimildum Hollywood Reporter hafa stjórnendur HBO verið í viðræðum við nokkra höfunda um að skrifa ahndritið að þáttunum.
Það er þó ekki víst að þættirnir verði að raunveruleika þar sem engir samningar hafa verið gerðir um framleiðsluna.
„Það er ekki verið að þróa neina Harry Potter-seríu í stúdíóinu eða fyrir streymisveituna,“ segir í tilkynningu frá HBO og Warner Bros.
Að stækka Harry Potter-heiminn er forgangsmál hjá HBO og Warner Bros. en þessi tvö framleiðslufyrirtæki eiga réttinn á vörumerkinu ásamt höfundi bókanna, J.K. Rowling.