Áslaug mun ræða við Ashley Graham

Áslaug Arna ræðir við Katrínu Tönju Davíðsdóttur í dag og …
Áslaug Arna ræðir við Katrínu Tönju Davíðsdóttur í dag og eftir tvær vikur mun hún ræða við Ashley Graham. Samsett mynd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun ræða við ofurfyrirsætuna Ashley Graham á fimmtudaginn 11. febrúar í beinu streymi á Instagram. Í dag mun Áslaug Arna ræða við Crossfitstjörnuna Katrínu Tönju Davíðsdóttur.

Áslaug hóf viðburðaröð á Instagram fyrir tveimur vikum sem hún kallar Fimmtán mínútur með framúrskarandi fólki. Þá var fyrsti viðmælandi hennar Erna Solberg forsætisráðherra Noregs. 

Graham er vel þekkt í tískuheiminum en hún hefur meðal annars prýtt forsíður tímaritanna Vogue, Harper's Bazaar og Elle. Árið 2016 var hún fyrsta fyrirsætan í yfirstærð til að prýða forsíðu tímaritsins Sports Illustrated. 

Hægt er að fylgjast með viðburðaröð Áslaugar Örnu á Instagram síðu hennar en spjall hennar og Katrínar Tönju hefst klukkan 15:00 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal