Hin margverðlaunaða leikkona Cloris Leachman er látin 94 ára að aldri. Hún var hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk Phyllis Lindstrom í The Mary Tyler Moore Show.
Leachman lést af náttúrulegum orsökum í Encinitas í Kaliforníu.
Hún vann Óskarsverðlaunin sem leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Last Picture Show. Hún vann alls níu Emmy-verðlaun fyrir hlutverki í gaman- og dramaþáttum.
Leachman tók þátt í sjöundu seríu af Dancing With the Stars árið 2008, þá 82 ára að aldri.